Um Eden Alternative®
Eden Alternative® eru alþjóðleg samtök sem hafa það markmiði að þróa viðhorf og menningu við umönnun og þjónustu þeirra sem þurfa stuðning við daglegt líf. Að stuðla að heimilislegu umhverfi sem er hlýlegt, mannvænt og eflir lífsgæði. Eden hugmyndafræðin er áhrifarík til að viðhalda og efla sjálfræði, tengsl og vellíðan íbúa, aðstandenda og starfsfólks.
Eden var stofnað af Dr. William (Bill) Thomas með konu sína Jude sér við hlið og hefur verið starfandi síðan 1994. Eden var stofnað í Bandaríkjunum og er starfrækt í 50 ríkjum í Bandaríkjunum og hefur dreift sér víða um heim meðal annars til Japan, Kína, Ástralíu, Nýja Sjálands, Kanada, Sviss, Austurríkis, Þýskalands, Englands, Írlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Færeyja og Íslands.

Nafnið Eden Alternative
Nafnið Eden varð fyrir valinu sem tákn um gróskumikinn garð með margbreytilegu lífi. Eden garðurinn þar sem heimurinn var í fullkomnu jafnvægi fyrir syndafallið. Eden garðurinn hefur verið tákn fyrir paradís sem lýsir heiminum áður en hið illa kom til og hið fullkomna ástand sem við viljum stefna að. Paradís er staður þar sem tilveran er jákvæð, í jafnvægi og tímalaus. Orðið „Alternative“ fylgir á eftir Eden sem tákn um annað sem þarf í staðinn fyrir hina stofnanavæddu menningu sem hefur verið ríkjandi við umönnun aldraða.
Hugmyndafræði
Hugmyndafræði Eden Alternative er að aldraðir á hjúkrunarheimilum, eða öðrum stofnunum eru einmana og þjást af vanmáttarkennd og leiða. Einmanaleiki, vanmátarkennd og leiði sem á rætur sínar í stofnanavæðingu heilbrigðisþjónustunnar, sem flest umönnunarheimili hafa unnið eftir, er ekki líkamleg þjáning en leggst á sálina. Við sem erum upptekin í hversdagslífinu eigum auðvelt með að horfa fram hjá þessari þjáningu eða taka ekki eftir henni en Eden Alternative kennir okkur að sjá og orða það sem er að gerast og bregðast við.
Hugmyndafræðin byggir einnig á að maðurinn á að hafa tækifæri til að vaxa og þroskast út ævina hvort sem hann er barn, fullorðinn eða aldraður með langvinna sjúkdóma. Allir eiga rétt á lífsgæðum óháð aldri, búsetu, fötlun og færnisskerðingu. Því er nauðsynlegt að umbreyta menningu umönnunar og flytja áherslur frá stofnanavæddri menningu þar sem aðallega er horft á líkamlega kvilla, sjúkdóma, fötlun og færnisskerðingu og flytja þær að amstri daglegs lífs, viðurkenningu, færni, heilsu, áhugamálum og virkni.
Breytt viðhorf
Hvað hlutverk hafa aldraðir í samfélaginu? Hvaða þjónustu fá aldraðir í samfélaginu? Hvenig ætti öldrunarþjónusta að vera? Út frá þessum vangaveltum hefur Eden Alternative orðið að viðurkenndri hugmyndafræði um allan heim. Eden Alternative byggir á að upplifunin af því að eldast og verða aldraður sé að maðurinn eigi að finna fyrir því út ævina að vera viðurkenndur, verðmætur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Það er unnið með ferli sem leiðir af sér aukið sjálfræði og lífsgæði aldraðra, aukna starfsánægju starfsmanna og betri samskipti og samvinnu milli þeirra sem koma að og þyggja umönnun.
Markmið
Markmið Eden Alternative er breyta viðhorfi og menningu og skapa heimili og vinnustaði fyrir heimilisfólk og starfsfólk þar sem fólki líður vel, finnst það eiga heima, finnur fyrir nærveru og viðurkenningu. Þar sem umhverfið er bæði hversdagslegt og margbreytilegt; þar sem óvæntir hlutir gerast sem og skipulagðir; þar sem virkni, val og efling eru hluti daglegs lífs samhliða því að umönnun, hjúkrun og meðferðum er sinnt. Efla og styrkja gæði lífs og sjálfræði aldraðra og umönnunaraðila þeirra og útrýma einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða.
Vellíðunarlyklarnir 7
Eden hugmyndafræðin leggur áherslu á sjö meginþætti sem skipta máli fyrir vellíðan fólks, svo kallaðir vellíðunarlyklar.
Grunnreglurnar 10
Grunnreglurnar eru leiðbeinandi verkfæri sem gefa möguleika á að þróa markvisst persónumiðaða umönnunn og þjónustu á sviði umhverfis, stjórnskipulags og einstaklings.
Hvað er Eden?
Markmið Eden er að þróa menningu sem leggur áherslu á að viðhalda og efla lífsgæði einstaklinga sem njóta stuðnings við athafnir daglegs lífs.