Starfsfólk og stjórnendur

Eden stefnan hefur ákveðin markmið, viðhorf og gildi sem skapa grunn að þróun persónumiðaðrar umönnunar og þjónustu. Stefnan veitir innblástur og er áskorun til að fara markvissar, skipulagðar og oft nýjar leiðir. Til að fara þá vegferð þróunar sem Eden leiðir þarf að horfa á samfélagið í heild sinni þ.e. einstaklinginn, skipulagið og umhverfið.

Í Eden stefnunni erum við að vinna með persónumiðaða nálgun, viðhorf og viðhorfsbreytingar.

Að starfa á Eden heimili er að starfa á sama hátt með breyttu hugarfari, að gera það sem þú ert að gera í dag á annan hátt. Eden heimili er heimili íbúa og rödd þeirra heyrist (á þá er hlustað), þar ríkir samkennd og vinskapur, íbúa og starfsfólks. Starfsfólk hjálpar og hvetur íbúa til þátttöku í daglegu lífi og iðju sem hefur tilgang og veitir ánægju, eins og geta þeirra leyfir. Starfsfólk sinnir sínum störfum af fagmennsku og ber ábyrgð á sínu starfi. Ákvarðanataka er færð eins nálægt íbúa og hægt er.

Nærvera og samvinna starfsfólks, íbúa, ættingja og vina vinnur gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða sem taldar eru aðalástæður vanlíðanar meðal fólks sem býr á hjúkrunarheimilum. Starfsfólk aðstoðar íbúa við þátttöku í daglegri iðju sem hefur tilgang og veitir ánægju. Tilbreyting og skemmtilegir atburðir veita gleði og auka lífsgæði íbúanna. Samvinna starfsfólks, íbúa, ættingja og vina stuðlar að því að skapa hlýlegt heimili þar sem lífið er þess virði að lifa því.
Að byggja upp samfélag sem byggir á samvinnu og þrautseigju er aldrei lokið. Við þurfum stöðugt að halda áfram að læra, þróast og aðlagast nýjum aðstæðum.
Við bjóðum upp á sveigjanlegan ramma fyrir persónulega og skipulagslega umbreytingu sem leiðir til nýs veruleika sem stuðlar að vexti, þroskandi tilgangi og þátttöku.

Forystan er lykillinn að mikilvægum, varanlegum breytingum. Ekkert getur komið í hennar stað. Forystan hefur ábyrgð og vald til að gera áætlanir, hvetja, kenna og leiðbeina þannig að allir vinna saman að því hlutverki og þeirri sýn sem búið er að skilgrein og ákveða að vinna með og þróa áfram.

Starfsfólk & stjórnendur
Scroll to Top