Samfélagið

Við flutning á hjúkrunarheimili rofna tengsl við umhverfið og nærsamfélagið sem er þekkt. Íbúinn er að flytja í ókunnugt umhverfi og rannsóknir sína að það getur tekið allt að 6 mánuði að aðlagast og finna sig heima. Móttaka og aðlögun skiptir miklu máli fyrir íbúann.

Við flutning getur íbúinn upplifað að nærsamélagið minnki og hann einangrist. Myndin er táknræn og sýnir mögulegt umhverfi íbúa. Það sem er einkennandi er að íbúi þarfnast stuðnings og aðstoðar til að geta náð tengslum út fyrir sitt einkarými.

Innsti hringur er einkasvæðið, einkaherbergið sem hver og einn hefur fyrir sig.

Næsti hringur er heimili þeirra sem búa með einstaklingnum, fjöldinn er misjafn eftir heimilum algengt er 9-15 manns þeir deila sameiginlegum rýmum m.a. eldhúsi, borðstofu og stofu.

Næsti hringur er allt hjúkrunarheimilið þar með talið svæðu til afþreyingar, meðferðar og önnur starfsemi sem tilheyrir heimilinu.

Ysti hringurinn stendur fyrir nærsamfélagið utan við hjúkrunarheimilið. Mikilvægt er að dyrnar séu opnar í báðar áttir þannig að íbúar eigi auðvelt með að taka þátt í samfélaginu. Ekki geta allir farið og tekið þátt í samfélaginu utan heimilis eins og þeir óska eftir. Íbúi þarf að finna sig sem þátttakanda og hluta af samfélaginu innan sem utan heimils.

Samfélagið
Scroll to Top