Íbúar og aðstandendur
Eden stefnan hentar fólki á öllum aldri sem býr við færniskerðingu og þarfnast stuðning, umönnunar og þjónustu. Eden stefna styður einnig aðstandendur og starfsfólk.
Þegar einstaklingur býr á hjúkrunarheimili er lögð áhersla á að viðhorf starfsfólks endurspegli það sem Eden stefnan leggur áherslu á sem er lífsgæði og vellíðan hvers einstaklings. Virðing, sjálfræði, tengsl, öryggi, tilgangur og gleði eru höfð að leiðarljósi.
Mikilvægt er að starfsfólk leggi sig fram um að kynnast hverjum einstaklingi vel og kynna sig þannig að gagnkvæm tengsl geti myndast. Unnið er með persónumiðaða umönnun og þjónustu þar sem aðstandendur gegna lykil hlutverki í lífi íbúa.
Áhersla er lögð á gott samstarf við aðstandendur þar sem áhersla er lögð á vellíðan allra.
