Algengar spurningar
Markmið Eden er að þróa menningu sem leggur áherslu á að viðhalda og efla lífsgæði einstaklinga sem njóta stuðnings við athafnir daglegs lífs. Sem og að huga að vellíðan starfsfólks og aðstandanda.
Áhersla er lögð á:
- Persónumiðaða umönnun – að mæta einstaklingsþörfum og óskum hvers íbúa.
- Valdeflingu – hvatning til íbúa að vera virkur þátttakandi í daglegu lífi og ákvarðanatöku sem veitir gleði og lífsánægju.
- Heimilislegt umhverfi – unnið er gegn stofnanavæðingu þannig að íbúi upplifi að hann búi á eign heimili. Aðstandendur eru hluti af umhverfinu og starfsfólkið vinnur á heimili íbúa.
Sveigjanlega nálgun sem byggir upp samfélag þar sem hvert heimili vinnur út frá sínum grunni. Byggt er upp samfélag þar sem unnið er út frá styrkleikum þess með Eden verkfærum.
- Alþjóðleg viðurkennd námskeið
- Fræðsla og ráðgjöf
- Eden viðurkenning fyrir hjúkrunarheimili og önnur þjónustuúrræði
- Eden staðfesting þar sem unnið er með Eden stefnuna að leiðarljósi
Dr. Bill Thomas yfirlæknir hjúkrunarheimilisins Chase Memorial í New York fylki hóf þessa vegferð ásamt konu sinn Jude og samstarfstarfsfólki árið 1994.
Unnið er með stefnuna m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Ástralíu, Nýja Sjálands, Suður Afríku og Asíu. Á Íslandi hefur verið unnið með stefnuna frá árinu 2008, frá 2010 hefur Eden á Íslandi verið aðili að alþjóðasamtökunum og haft umboð til að vinna með Eden Alternative®. Reynsla er komin á að aðlaga stefnuna að íslenskum aðstæðum og menningu. Á Íslandi fékk fyrsta heimili Eden viðurkenningu árið 2013 á Akureyri.
Það hefur sýnt sig að Eden stefnan passar vel inn í mismunandi samfélög og eykur vellíðan einstaklinga sem þurfa umönnun og stuðning til að lifa daglegu lífi, aðstandanda þeirra og starfsfólks. Eden stefnan hefur sýnt að hægt er að vinna gegn einmanaleika, vanmætti og leiða.
Eden stefnan hefur áhrif á samfélagið í heild sinni þ.e. einstaklinginn ( íbúa, aðstandendur og starfsfólk), stjórnskipulagið og umhverfi.
