Hvað er Eden Heimili
Að vera viðurkennt Eden heimili er ákveðinn gæðastimpill sem segir til um að hjúkrunarheimilið hefur sett sér markmið og ákveðna framtíðarsýn um að vinna með Eden stefnuna. Að vinna með Eden er að þróa samfélag sem leggur áherslu á að viðhalda og efla lífsgæði einstaklinga sem njóta stuðnings við athafnir daglegs lífs sem og huga að vellíðan starfsfólks og aðstandanda.
Heimilið hefur farið í gegnum ákveðið ferli sem felur m.a. í sér að um 50% starfsfólks og all flestir stjórnendur hafa setið þriggja daga Eden Grunnnámskeið.
Stjórnendur hafa skoðað starfsemina, niðurstöður kannana og gæðavísa til að átta sig á hvað gengur vel í starfseminni og hvaða þætti þarf að styrkja til að bæta líðan íbúa, aðstandanda og starfsfólks.
Stjórnendur hafa unnið með leiðbeiningarhefti um innleiðingu persónumiðaðrar umönnunar og þjónustu ásamt því að meta eigin framvindu út frá „Leiðarvísum og verkþættir“ og í framhaldinu sótt formlega um að fá viðurkenningu sem Eden heimili. Viðurkenning er veitt til þriggja ára í senn.
Viðurkenning:
Með Eden stefnuna að leiðarljósi er fyrir aðra starfsemi en hjúkrunarheimili t.d. dagþjálfunar starfsemi þar sem starfsfólkið hefur tekið þátt í Eden Grunnnámskeiði og hefur sett sér markmið og framtíðarsýn með Eden stefnuna að leiðarljósi og byggir starfsemi sína á að þróa samfélag sem leggur áherslu á að viðhalda og efla lífsgæði einstaklinga sem njóta stuðnings og þjálfunar við athafnir daglegs lífs sem og huga að vellíðan starfsfólks og aðstandanda.
Einnig hefur fjöldi einstaklinga og stofnanna kynnst Eden stefnunni og tekið þátt í Eden grunnnámskeiðum frá árunum 2010 þar sem unnið er beint og óbeint með áhrif Eden stefnunnar á umönnun og þjónustu í starfseminni.
